SUZUKITÓNLISTARUPPELDI

Handbók fyrir kennara, foreldra og aðra uppalendur eftir Kristin Örn Kristinsson

Útgefin af höfundi, Reykjavík 1998 Styrkt af Starfsmenntunarsjóði tónlistarskólakennara
Umbrot og forsíða: Guðjón Davíð Jónsson Prentun: Oddi Kiljuband, 160 bls. Verð kr. 3000.

Af því læra börnin málið sem fyrir þeim er haft. Þennan eftirþanka fekk Shinichi Suzukidag einn þegar hann hafði veigrað sér við að taka sem fiðlunemanda dreng sem aðeins var fjögurra ára að aldri.
Og móðurmálsaðferð sú við tónlistarkennslu sem við hann er kennd tók að þróast. Rík áhersla er lögð á mótandi áhrif umhverfis og aðstæðna svo og virkan hlut foreldra eða annarra uppalenda að tónlistarnámi barna. Bók þessi er kemur út í tilefni af því að hundrað ár eru liðin frá fæðingu dr. Shinichi Suzuki, greinir frá því hvernig hugmyndir hans mótuðust fyrst í stað, þróuðust áfram og breiddust síðan út í Japan og víða um heim. Sagt er frá kennsluaðferðum og námsefni og árangri sem einatt hefur vakið verðskuldaða athygli. Einnig er greint frá störfum Íslenska suzukisambandsins og þróun móðurmálsaðferðar við tónlistarkennslu hér á landi. Dr. Shinichi Suzuki lést snemma árs 1998. Ef þið viljið panta bók, sendið póst á krik@islandia.is