Námsgreinar

Kennt er á píanó, fiðlu og víólu. Kennslan fer fram í vikulegum einkatímum þar sem foreldrar mæta með börnum sínum, og hóptímum sem eru aðra hverja viku.

Síðar bætast við tímar í tónfræði og samleik. Formleg tónfræðikennsla hefst um níu ára aldur. Áhersla er bæði lögð á þekkingu og markvissa þjálfun. Tónfræðin þykir skemmtilegt fag, enda koma þar ýmsar skemmtilegar persónur við sögu!

Samleikur er mikilvægur þáttur hljóðfæranámsins, um leið og nótnalestur er kominn á skrið, og mjög vænlegur til að þjálfa færni í nótnalestri. Starfandi eru tvær strengjasveitir, önnur í samstarfi við Tónlistarskólann í Reykjavík. Ár hvert er einnig hefðbundin kennsla brotin upp með kammervikum, þar sem nemendur æfast í samspili, stundum er ákveðið þema, t.d. íslensk tónlist eða ákveðin tónskáld.

Tónfræðin

Tónfræðin er kennd á fimm árum, klukkutíma á viku fyrstu tvö árin en seinni tvö árin tvo og hálfan tíma og lýkur með samræmdu miðprófi.