Umsóknir um skólavist

Umsóknir um skólavist þarf að senda rafrænt um þjónustugátt Rafrænnar Reykjavíkur. Reiknað er með að umsóknir séu endurnýjaðar árlega.

Að jafnaði ganga umsóknir nemenda á aldrinum 4-5 ára fyrir. Einnig hafa systkini nemenda í skolanum forgang.

Ef þið viljið koma einhverjum upplýsingum áleiðis eða hafið sótt um áður, viljum við gjarna heyra í ykkur persónulega, annað hvort í síma eða í gegnum tölvupóst.

Þeim sem sækja um nám fyrir börn sín er bent á að lesa bókina Suzuki Tónlistaruppeldi og að kaupa hlustunarefni og undirbúa námið með því að láta barnið hlusta á námsefnið. Suzuki diskarnir fást í Tónastöðinni og í Hljóðfærahúsinu.

Frístundakortið