Algengar spurningar
Tónleikar
Það er hluti af náminu að koma fram á tónleikum og sýna getu sína. Með því eflum við sjálfstraustið. VIð reynum að láta alla nemendur koma fram minnst einu sinni á tónleikum á önn, auk þess sem allir nemendur taka þátt í sameiginlegum hóptónleikum um jól og vor. Auk þess eru útskriftartónleikar úr bókum minnst tvisvar á vetri.
Samspil
Samspil er hluti af námi strengjaleikaranna, þau fara að leika í hljómsveit um leið og nótnalesturinn er kominn á skrið og það hjálpar líka mikið framförum í nótnalestri.
Síðan erum við með samspilsvikur þar sem við vlöndum saman hljóðfærum og nemendur æfa kammertónlist saman.
Tónfræði og nótnalestur
Nótnalestur er kenndur í einkatímunum þegar barnið er kominn með góðan tæknilegan grunnn á hljóðfærið sitt. Lestur er einnig undirbúinn í píanóhóptímum. Eiginleg tónfræðikennsla hefst við níu ára aldurinn, þá mæta þau einu sinni í viku í sérstaka tónfræðitíma og taka síðan grunnpróf og miðpróf samkvæmt námskrá tónlistarskóla.
Viltu vita meira? Hafðu samband og sendu okkur línu!
Láttu okkur vita að hverskonar tónlistarnámi þú ert að leita að og við leiðbeinum eftir bestu getu!