
SUZUKI hvað?
Suzukitónlistaruppeldi byggir a þeirri grunnhugmynd að öll börn geti lært tónlist, rétt eins og öll börn geta lært móðurmál sitt. Til að svo geti orðið þarf örvandi umhverfi, foreldrar eru virkjaðir til að vinna með börnunum heima og tónlistin er lærð með hlustun í byrjun. Nótnalestur er kenndur síðar, rétt eins og lestur á bók er ekki kenndur fyrr en börnin kunna að tala. Aðferðin er oft nefnd móðurmálsaðferð.