Blog Layout

Suzuki Gala tónleikar í Royal Albert Hall í London

apr. 12, 2023

R'umlega 1300 börn og ungmenni allt frá fimm ára aldri tóku þátt í hátíðatónleikum Breska Suzukisambandsins nú um páskana. Þau voru frá um 30 mismunandi þjóðlöndum, eða eins og sagt var, allt frá Íslandi til Vietnam, frá Argentinu til Zimbabwe! Þar af var dágóður hópur frá Íslandi og þó nokkrir nemendur úr Allegro, bæði á fiðlur, víólu og píanó. Tveir af kennurum skólans þau Lilja og Kristinn Örn nutu þess heiðurs að fá að stjórna atriðum á tónleikunum og einnig voru kennarar frá Allegro að aðstoða við framkvæmd tónleikanna. Viðstaddir höfðu sterk lýsingarorð um tónleikana - "heimsviðburður", "ógleymanlegir tónleikar", "algerlega magnaðir", "Undirbúningur kennara, samhugur og samvinna allra sem að komu skapaði kraftaverk, 1300 börn allt frá fimm ára sem léku með ótrúlegri samhæfingu og samhljómi sem hrærði hjörtu viðstaddra!"

Deildu þessari frétt

Share by: