Blog Layout

Viðburðaríkir mánuðir að baki

apr. 12, 2023

Margir viðburðir eru að baki, má þar nefna uppbrot í febrúar, kammerviku 20.-25. mars, Nótuna í Hörpu 19. mars og hljómsveitartónleika í Allegro 28. mars.

Uppbrot var dagana 20.-21. febrúar og þá komu nemendur í skólann og léku saman í misstórum hópum til að rifja upp Suzukilögin og vinna betur. Einnig var markmið að fá eldri nemendur til að spila fyrir  yngri, til að skapa fyrirmyndir! Þar sem öskudagur var framundan máttu þeir nemendur sem vildu mæta í búningum! Vinnudagur kennara var á öskudag og nemendum þá gefið frí. Vetrarfrí var síðan það sem eftir lifði vikunnar

Kammervikan okkar var 20.-25. mars. 

Nemendum var skipað í samspilshópa, misjafna að stærð og mættu flestir tvisvar í samspil í vikunni, stundum hjá mismunandi kennurum, en einkatímar voru felldir niður í staðinn.  Margir hópanna sýndu síðan listir sínar á tónleikum laugardagsins.

Uppskeruhátið hljómsveitarstarfsins var síðan 28. mars. Þar komu fram báðar strengjasveitir skólans sem Guðmundur og Gróa Margrét stjórna. Þær léku nokkur lög fyrir troðfullan sal foreldra. Góður gestur lék á selló með eldri sveitinni, Yana Prykhodko, en hún kemur frá Úkraínu.

Deildu þessari frétt

Share by: