Blog Layout

Allegro tók þátt í Nótunni 2023

apr. 12, 2023

Nótan er uppskeruhátíð tónlistarskólanna en hún var að þessu sinni haldin í Eldborgarsal Hörpu þann 19. mars síðastliðinn. Framlag Allegro var fiðluhópur sem lék Gavottu eftir Lully ásamt píanóleikurum sem léku á slagverk og fjórhent píanó. Einnig tóku nokkrir nemendur úr Allegro þátt í tónsmiðju undir stjórn Sigrúnar Sævarsdóttur-Griffits, þar sem 140 tónlistarnemendur tóku þátt í að semja tónverkið "Óður til tónlistarinnar" sem síðan var flutt á lokatónleikum hátíðarinnar. Einnig fluttu tveir nemendur úr Allegro konsert kafla í Hörpuhorni. Alls komu fram hátt í 500 tónlistarnemar þennan dag og er það öflugur vitnisburður um hið mikla starf tónlistarskólanna sem ekki fer alltaf mikið fyrir.

Deildu þessari frétt

Share by: