Umsóknir

UMSÓKNIR

  • HVENÆR Á AÐ SÆKJA UM?

    Sem allra fyrst, því færri komast að en vilja! Að jafnaði ganga umsóknir nemenda á aldrinum 4-5 ára fyrir. Einnig hafa systkini nemenda í skólanum forgang.

  • HVERNIG ER SÓTT UM UM?

    Sú breyting hefur orðið að nú er ekki lengur sótt um i gegnum gátt Rafrænnar Reykjavíkur, heldur beint á vefsíðu skólanna. Hér er tengill inn á umsóknarsíðu um skólavist í Allegro.

  • HVAÐ SKAL HAFA Í HUGA?

    Þeim sem sækja um nám fyrir börn sín er bent á að lesa bókina Suzuki Tónlistaruppeldi og að kaupa hlustunarefni og undirbúa námið með því að láta barnið hlusta á námsefnið. Suzuki diskarnir fást í Tónastöðinni og í Hljóðfærahúsinu. Hægt er að nálgast efnið sem hljóðskjöl til niðurhals á media.alfred.com og á prestomusic.com

  • Hvernig eru umsóknir metnar?

    Við áskiljum okkur rétt til að taka inn eftir aldri, við viljum geta tekið inn ung börn, helst 3-6 ára, líka til að tryggja jafnt flæði árganga í skólanum.

    Systkini barna í skólanum hafa ákveðinn forgang. Að öðru leyti er tekið inn eftir tímaröð umsókna, en við skráum einnig niður ef foreldrar hafa samband við okkur, eða koma að fylgjast með hóptímum, því við túlkum það sem sérstakan áhuga! 

  • Hvað kostar námið?

    Skólaárið 2023-2024

    Miðað er við allt skólaárið, greiðslum er skipt í þrennt, fyrsta greiðsla er staðfestingajald kr. 45.000


    Nám á grunnstigi 198.000 kr    

    Nám á grunnstigi með tónfræði 218.000 kr    

    Nám á miðstigi  231.000 kr    

    Nám á framhaldsstigi  257.000 kr    

    Hljóðfærahóptímar  + aðstaða  88.000 kr    

    Hópar í hverri viku (fornám) 110.000 kr 

Share by: