Blog Layout

Hlustun - samkvæmt Suzuki aðferðinni!

jan. 03, 2023

Kraftur endurtekinnar hlustunar

"Hlustaðu eins og enginn sé morgundagurinn"!


"Ein besta lýsing á þeim krafti sem fólginn er í hlustun sem ég hef heyrt var í erindi sem Michele Monahan Horner höfundur bókarinnar "Life Lens: Seeing your children in color" Horner var með fyrirlestur fyrir foreldra þar sem hún deildi tilraun sem reyndist henni mjög vel. Hún fólst í því að gera CD eða spilalista þar sem nýjasta lagið var sett ásamt næstu tveim lögum í námsefninu og spilað 10 sinnum í röð.  Þetta gerði gæfumuninn hjá nemendum áttu í ströggli og jók mjög skjótt árangur við að læra nýtt efni". 


Ofangreint er lauslega þýtt og tekið úr bókinni "Beyond the Music Lesson" sem er til á bókasafni foreldra í Allegro. 


Hér fyrir neðan er myndband af spjalli frú Horner, sem er gítarkennari, og hún spjallar þar líka við dóttur sína sem var tilraunadýr í tilrauninni!

Deildu þessari frétt

Share by: