Blog Layout

Lokatónleikar Allegro 2023

jún. 02, 2023

Lokatónleikar Allegro vorið 2023 voru haldnir í Langholtskirkju 1. júní kl. 17:30. Allir hljóðfærahópar skólans komu fram í samleik og fluttu fjölbreytta efnisskrá. Það er hefð fyrir því að allir nemendur skólans taki þátt í lokatónleikunum, píanóhópar komu fram og léku á sex píanó, í sumum yngri hópunum voru tveir við hvert píanó. Píanóleikararnir léku bæði Suzukilög saman en einnig sexhent samleiksverk í ýmsum stílum. 


Lengst komnu fiðlarar og píanóleikarar skólans léku Dúett eftir Shostakovich fyrir tvær fiðlur og píanó. Síðan komu fiðluhóparnir, byrjuðu á Konsert eftir Seits og enduðu með öllum fiðlunemendum sem léku tilbrigið Kópa vogur hopp, stopp, og Gulur, rauður. Að lokum komu fulltrúar foreldrafélagsins upp og færðu kennurum skólans þakklætisvott fyrir störf þeirra í vetur og kennarar afhentu síðan nemendum prófskírteini og umsagnir eftir veturinn. Að lokum fengu allir nemendur íspinna í boði foreldrafélagsins og allir gengu glaðir út í sumarið!

Deildu þessari frétt

Share by: