Blog Layout

Útskriftir úr bókum / Námskeið í sumar

feb. 07, 2023

Útskriftir úr bókum

Nú er búið að setja upplýsingar um útskriftir úr bókum á heimasíðuna inni á mínum síðum. Þar eru upplýsingar um ferlið og hvernig útskriftir fara fram. Til dæmis hve langt nemendur þurfa að vera komnir, úr hverju er dregið, hver eru útskriftarlögin og þar fram eftir götunum. Kennarar lögðu vinnu í að samræma kröfur og varpa skýrara ljósi á til hvers er ætlast.


Eitt af því sem vert er að hafa í huga er að útskriftir ganga mun auðveldar fyrir sig ef allir eru duglegir að rifja upp og upprifjun er hluti af daglegri rútínu.

Nú er tíminn til að huga að sumarnámskeiðum!

Nú er rétti tíminn til að huga að námskeiðum sumarsins. Þegar er búið að opna fyrir umsóknir fyrir námskeiðið í Bryanston og hér er tengill á heimasíðuna þeirra. Umsóknarfrestur er að renna út í Cadzand en þar er fiðlunámskeið, upplýsingar um það hafa verið sendar til fiðluforeldra.  Einnig er námskeið í Dublin 12-15. ágúst, þar sem bæði er kennt á fiðlu og píanó en nánari upplýsingar eru ekki fyrir hendi enn. Sama er uppi á teningnum hér heima, en þó höfum við nokkuð traustar heimildir fyrir að Íslenska Suzukisambandið hyggi á námskeið 22.-25. júní næstkomandi. 

Deildu þessari frétt

Share by: