Útskriftir úr bókum


Útskriftir úr bókum er viðburður þar sem nemendur sýna færni sína og glaðst er saman yfir góðum árangri og tilteknum námsáfanga. Markmiðið er ekki bara að geta spilað lögin í bókinni heldur einnig að geta gert það vel og hafa náð meginmarkmiðum bókarinnar varðandi færni jafnt í tækni sem túlkun. 

 

Í Suzuki námi útskrifast nemendur úr hverri bók fyrir sig. Útskriftarferlið er í nokkrum þrepum. Fyrst þarf nemandinn að kunna öll lögin í bókinni vel utan að og geta sýnt fram á það með að leika öll lögin fyrir kennara sinn í tíma. Auk þess þarf hann að vera kominn vel inn í næstu bók á eftir. 


Þetta fyrirkomulag kemur frá Suzuki sjálfum. Hann fékk upptökur frá öllum sem voru að útskrifast og skrifaði umsagnir og sendi til baka. Í Allegro höfum við svipaðan hátt á útskriftar fyrirkomulaginu. Nemendur draga á milli ákveðinna laga, senda inn upptökur af þeim, ásamt útskriftarlaginu úr viðkomandi bók og fá umsögn frá öðrum kennara.


Lokahnykkur útskriftar eru útskriftartónleikar þar sem nemendur leika lögin sín og fá síðan í lok tónleika afhent útskriftarskírteini og blóm. Síðar fá nemendur einnig umsögn um útskriftar tónleikana.

Nánari útfærsla

  • Hvenær á að draga lög til að taka upp?

    Sex vikum fyrir útskriftartónleika

  • Hvenær á að senda inn upptökur

    Fjórum vikum fyrir útskriftartónleikana

  • Hvað þarf að kunna mörg lög í næstu bók til að mega útskrifast?

    Það er misjafnt eftir bókunum mörg lög þarf að kunna í næstu bók til að útskrifast. Hér fyrir neðan er nákvæmur listi fyrir hvert hljóðfæri og hverja bók. Miðað er við að nemendur séu búnir að læra þessi lög (í bókinni fyrir ofan) a.m.k. 6 vikum fyrir tónleikana.

Útskrift úr píanóbókum

Tilbrigðaútskrift 


Tilbrigðaútskrift fer fram á laugardagstónleikum en ekki sérstökum útskriftartónleikum.

Hvað þarf að kunna að lágmarki?  Vera komin í hálfa bók 1 með báðum höndum.

Hvað á að spila á tónleikunum?  Öll tilbrigðin og Gulur rauður.

Fyrir tilbrigðaútskrift þarf ekki að senda inn upptöku, en nemendur fá umsögn eftir tónleikana.


Bók 1

Hvað þarf að kunna að lágmarki? Fyrstu þrjú lögin í bók tvö.

Hvað á að spila á útskriftar tónleikunum?   Þrjú lög dregin samkvæmt eftirfarandi:

Eitt lag úr nr. 5, 6, 7, 9 eða 11.

Annað lag úr nr. 4, 10, 13, 14 eða 15.

Þriðja lagið  úr nr. 12, 16, 18 eða 17.                           Útskriftarlagið: Musette.

Hvað á að taka upp?  Sem mest, en að lágmarki lögin sem verða spiluð á útskriftar tónleikunum.


Bók 2

Hvað þarf að kunna að lágmarki?  Þrjá kafla úr Clementi sónatínunni.

Hvað á að spila á útskriftar tónleikunum?    Einn menúett (dregið úr)

Eitt annað lag, valið eða dregið.

Útskriftarlagið: Sónatína eftir Beethoven, báðir 

kaflarnir.


Hvað á að taka upp?  Að minnsta kosti lögin sem verða spiluð á útskriftar tónleikunum.


Bók 3

Hvað þarf að kunna að lágmarki?   Þrjú fyrstu lögin í bók fjögur. 

Hvað á að spila á útskriftar tónleikunum?     Útskriftarlagið: Sónatinu op. 36 nr. 3, má líka nota Kuhlau Sónatínu kafla eða 2-3 kafla úr Clementi sónatínu op. 36 nr.  Leikið við undirleik strengjakvartetts.

                                      

Hvað á að taka upp?   Alla sónatínu kaflana (6 kaflar alls).


Bók 4

Hvað þarf að kunna að lágmarki:  Tvö  fyrstu lögin í bók 5. 

Hvað á að spila á útskriftar tónleikunum? Útskriftarlagið: Menúett I og II og Gigu eftir Bach.

Hvað á að taka upp?  Útskriftarlagið og tvö verkefni til viðbótar (dregið eða  valið).


Bók 5

Hvað þarf að kunna að lágmarki?  Mozart Sónötu í bók 6, 1. kafla.

Hvað á að spila á útskriftar tónleikunum?  Útskriftarlagið: Haydn Sónata í heild eða þrjú önnur lög. 

Hvað á að taka upp?  Að minnsta kosti lögin sem verða spiluð á útskriftar tónleikunum.



Útskrift úr fiðlubókum

Tilbrigðin.

Tilbrigðaútskrift fer fram á laugardagstónleikum, en ekki sérstökum útskriftartónleikum.

Hvað þarf að kunna að lágmarki?  Eilífðarvél.

Hvað á að spila á útskriftar tónleikunum? Öll tilbrigðin og Gulur rauður

 

Fyrir tilbrigðaútskrift þarf ekki að senda inn upptöku.

 

Bók 1:

Hvað þarf að kunna að lágmarki? Fyrstu sex lögin í bók tvö.

Hvað á að spila á útskriftartónleikunum?  

Eilífðarvél eða Etýðu, 

Menúett 1, 2, eða 3

Gavottu eftir Gossec.

Hvað á að taka upp? Lögin sem verða spiluð á útskriftar tónleikunum

 

Bók 2:

Hvað þarf að kunna að lágmarki? Fyrstu fjögur lögin í bók þrjú.

Hvað á að spila?  

Eitt lag úr fyrri parti bókarinnar

Eitt lag úr seinni parti bókarinnar

Menúett í G-dúr eftir Beethoven 

Hvað á að taka upp? Lögin sem verða spiluð á útskriftar tónleikunum

 

Bók 3:

Hvað þarf að kunna að lágmark? Seitz 1 og Seitz 2

Hvað á að spila:                                               

Eitt lag úr fyrri parti bókarinnar (lög 1-3)

Eitt lag úr seinni parti bókarinnar (lög 4-6)

Bourrée eftir Bach

Hvað á að taka upp? Lögin sem verða spiluð á útskriftar tónleikunum

 

Bók 4:

Hvað þarf að kunna að lágmarki? Þrjú lítil lög úr bók 5 (eitt þarf að vera Vivaldi a-moll 2.k)

Hvað á að spila? Dregið á milli Seitz 2, Vivaldi 1.þ. og Vivaldi  3.þ. 

Hvað á að taka upp:                                         

Útskriftarlagið

Eitt lag úr bók fjögur (annað en útskriftarlagið)

Eitt lag úr bók tvö.

 

Bók 5:

Hvað þarf að kunna að lágmarki? La folia

Hvað á að spil?  Vivaldi g-moll 2. þáttur

Hvað á að taka upp?

Útskriftarlag

Eitt af styttri lögunum úr bók 5

 

Bók 6:

Hvað á að spila? La folia

Hvað þarf að kunna að lágmarki? Fyrstu tvö lögin í bók 7.

Hvað á að taka upp?  La folia

Einn hraður kafli og einn hægur kafli úr sitthvorri Sónötunni e. Handel

  

Bók 7 

Hvað á að spila? Konsert í a-moll e. Bach, alla kaflana. 

Hvað þarf að kunna að lágmarki? Sónötu e. Eccles og Tambourine

Hvað á að taka upp? Konsert í a-moll e. Bach (allur konsertinn)

 

Bók 8:

Hvað á að spila? Sónata e. Veracini

Hvað þarf að kunna að lágmarki? Eitt Kreisler lag eða konsert e. Viotti eða Haydn

Hvað á að taka upp? Sónötu e. Veracini (öll sónatan)



Útskrift úr víólubókum

Tilbrigðin.

Tilbrigðaútskrift fer fram á laugardagstónleikum, en ekki sérstökum útskriftartónleikum.

Hvað þarf að kunna að lágmarki?  Eilífðarvél.

Hvað á að spila á útskriftar tónleikunum? Öll tilbrigðin og Gulur rauður

 

Fyrir tilbrigðaútskrift þarf ekki að senda inn upptöku.

 

Bók 1:

Hvað þarf að kunna að lágmarki? Fyrstu sex lögin í bók tvö.

Hvað á að spila á útskriftartónleikunum?  

Eilífðarvél eða Etýðu, 

Einn Menúett

Gavottu eftir Gossec.

Hvað á að taka upp? Lögin sem verða spiluð á útskriftar tónleikunum

 

Bók 2:

Hvað þarf að kunna að lágmarki? Vera búin að læra Humoresque.

Hvað á að spila?  

Eitt lag úr fyrri parti bókarinnar

Eitt lag úr seinni parti bókarinnar

Menúett í G-dúr eftir Beethoven 

Hvað á að taka upp? Lögin sem verða spiluð á útskriftar tónleikunum

 

Bók 3:

Hvað þarf að kunna að lágmark? Vera búin að læra Seitz 2.

Hvað á að spila:                                               

Eitt lag úr fyrri parti bókarinnar.

Eitt lag úr seinni parti bókarinnar.

Bourrée eftir Bach

Hvað á að taka upp? Lögin sem verða spiluð á útskriftar tónleikunum

 

Bók 4:

Hvað þarf að kunna að lágmarki?  Búin með Veracini Gigue.

Hvað á að spila? Telemann 1. og 2. kafli eða 3. og 4. kafli

Hvað á að taka upp?                                     

Það sem er spilað á útskriftartónleikunum.

 

Bók 5:

Hvað þarf að kunna að lágmarki? Búin með lag 5 Mozart.

Hvað á að spila?  Seitz c-moll.

Hvað á að taka upp?

Útskriftarlagið.


Bók 6:

Hvað þarf að kunna að lágmarki? Kunna lag 5, 3. kafli J. Ch. Bach/Casadesus.

Hvað á að spila? 2. kafla J. Ch. Bach/Casadesus

Hvað á að taka upp?  Útskriftarlagið.

  

Bók 7:

Hvað á að spila? 3. kafla Handel/Casadesus

Hvað á að taka upp? Útskriftarlagið.