Af því læra börnin málið sem fyrir þeim

er haft

Þennan eftirþanka fékk Shinichi Suzuki dag einn þegar hann hafði veigrað sér við að taka sem fiðlunemanda dreng sem aðeins var fjögurra ára að aldri. Þetta var upphafið að móðurmálsaðferð Suzuki, sem breiðst hefur út um allan heim og við notum í Allegro Suzukitónlistarskóla.

FRÉTTIR

Eftir Kristin Örn 04 Sep, 2023
Um leið og við gleðjumst yfir að þessi litli skóli okkar skuli hafa skilað svo drjúgum ávöxtum erum við um leið hugsi yfir að Reykjavíkurborg hyggist ekki lengur styrkja tónlistarskóla nema þeir hafi minnst 150 nemendur. Allegro Suzukitónlistarskóli hefur lengst af verið með 80-90 nemendur. Þetta hefur reyndar lengi verið á stefnuskránni hjá borginni, en undanþágur hafa verið veittar. Nú virðist borgin ætla að herða að og vonast til að skólar sameinist. Með því vonast þeir til að stjórnunarkostnaður sparist og meiri peningur fari í kennslu. Við höfum takmarkaða trú á því.
Eftir Kristin Örn 02 Jun, 2023
Lokatónleikar Allegro vorið 2023 voru haldnir í Langholtskirkju 1. júní kl. 17:30. Allir hljóðfærahópar skólans komu fram í samleik og fluttu fjölbreytta efnisskrá.
Eftir Kristin Örn 12 Apr, 2023
R'umlega 1300 börn og ungmenni allt frá fimm ára aldri tóku þátt í hátíðatónleikum Breska Suzukisambandsins nú um páskana. Þau voru frá um 30 mismunandi þjóðlöndum, eða eins og sagt var, allt frá Íslandi til Vietnam, frá Argentinu til Zimbabwe! Þar af var dágóður hópur frá Íslandi og þó nokkrir nemendur úr Allegro, bæði á fiðlur, víólu og píanó. Tveir af kennurum skólans þau Lilja og Kristinn Örn nutu þess heiðurs að fá að stjórna atriðum á tónleikunum og einnig voru kennarar frá Allegro að aðstoða við framkvæmd tónleikanna. Viðstaddir höfðu sterk lýsingarorð um tónleikana - "heimsviðburður", "ógleymanlegir tónleikar", "algerlega magnaðir", "Undirbúningur kennara, samhugur og samvinna allra sem að komu skapaði kraftaverk, 1300 börn allt frá fimm ára sem léku með ótrúlegri samhæfingu og samhljómi sem hrærði hjörtu viðstaddra!"
Eftir Kristin Örn 12 Apr, 2023
Nótan er uppskeruhátíð tónlistarskólanna en hún var að þessu sinni haldin í Eldborgarsal Hörpu þann 19. mars síðastliðinn. Framlag Allegro var fiðluhópur sem lék Gavottu eftir Lully ásamt píanóleikurum sem léku á slagverk og fjórhent píanó. Einnig tóku nokkrir nemendur úr Allegro þátt í tónsmiðju undir stjórn Sigrúnar Sævarsdóttur-Griffits, þar sem 140 tónlistarnemendur tóku þátt í að semja tónverkið "Óður til tónlistarinnar" sem síðan var flutt á lokatónleikum hátíðarinnar. Einnig fluttu tveir nemendur úr Allegro konsert kafla í Hörpuhorni. Alls komu fram hátt í 500 tónlistarnemar þennan dag og er það öflugur vitnisburður um hið mikla starf tónlistarskólanna sem ekki fer alltaf mikið fyrir.
Eftir Kristin Örn 12 Apr, 2023
Margir viðburðir eru að baki, má þar nefna uppbrot í febrúar, kammerviku 20.-25. mars, Nótuna í Hörpu 19. mars og hljómsveitartónleika í Allegro 28. mars.
Eftir Kristin Örn 06 Dec, 2022
Jólatónleikar Allegro verða laugardaginn 10. desember í sal Fóstbræðra
Eftir Kristin Örn 28 Nov, 2022
Það var mikil stemning og eftirvænting í lofti þegar fimm ungir einleikarar stigu á stokk og léku einleik með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna
Eftir Kristin Örn 17 Nov, 2022
SInfóníuhljómsveit áhugamanna heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju þann 26. nóvember kl. 16:00 þar sem fram koma ungir einleikarar og leika einleik með hljómsveitinni. Á meðal þeirra er Haraldur Áss Liljuson sem er fiðlunemandi í Allegro og einnig Margrét Lára Jónsdóttir sem er fyrrum nemandi við Allegro. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Nótuna 2022, uppskeruhátíð tónlistarskólanna. Þetta verða skemmtilegir tónleikar, hvetjum sem flest til að mæta!

Upplýsingamyndband um Allegro Suzukitónlistarskólann sem var sent inn sem framlag Allegro í NET-Nótuna 2021

Námsgreinar

Kennt er á píanó, fiðlu og víólu. Kennslan fer fram í vikulegum einkatímum þar sem foreldrar mæta með börnum sínum, og hóptímum sem eru aðra hverja viku.

Nánari upplýsingar
Share by: